Björgvin fjórfaldur Íslandsmeistari í alpagreinum

Björgvin Björgvinsson varð um helgina fjórfaldur Íslandsmeistari í alpagreinum á Skíðamóti Íslands sem fór fram á Akureyri. Hann fagnaði sigri í svigi, stórsvigi, alpatvíkeppni og samhliðasvigi.