Björgvin hafði sigur á FIS-mótinu í Böggvisstaðafjalli

Björgvin Björgvinsson, Dalvík, fékk langbesta samanlagðan tíma á FIS-mótinu í svigi, sem er lokið í Böggvisstaðafjalli. Samanlagður tími Björgvins var 2:03:07 mín. Annar varð Jóhann Friðrik Haraldsson, KR, á tímanum 2:05:40 mín, þriðji varð Kristján Uni Óskarsson, Skíðafélagi Ólafsfjarðar, á tímanunum 2:05:53 mín, fjórði varð Jonathan Brauer, Ástralíu, á samanlögðum tíma 2:06:63 mín og fimmti Ross Baggett frá Bretlandi á tímanum 2:06:84 mín.