Björgvin í 15. sæti eftir tvö mót í Evrópubikarnum

Björgvin Björgvinsson endaði í 27. sæti í svigi í Evrópubikarnum á skíðum en mótið fór fram í skíðahöllinni í Landgraaf í Hollandi. Árangur Björgvins verður að teljast góður því allir sterkustu skíðamennirnir sem koma til með að taka þátt í Evrópubikarnum í vetur kepptu á þessu móti. Björgvin er í 15. sæti í stigalistanum í Evrópubikarnum eftir tvö mót. Hann hefur 40 stig en Hans Olsson frá Svíþjóð og Christof Innerhofer eru efstir með 100 stig. Björgvin verður á meðal keppenda á heimsbikarmóti í svigi á sunnudag sem fram fer í Reiteralm í Austurriki.