11.01.2004
Þann 11. janúar fór fram svigmót í Oppdal í Noregi. Okkar maður Björgvin Björgvinsson gerði góða hluti þar og hafnaði í öðru sæti.
Fyrir annað sætið fékk Björgvin 37,88 punkta sem er með því allra besta sem hann hefur verið að gera í svigi á þessu ári.
Kristni Inga gekk hins vegar ekki eins vel, en hann féll úr keppni í fyrri ferð.
Þeir félagar verða á ferðinni í brekkunum í Oppdal aftur á morgun en þá verður keyrt annað svig. Við munum segja fréttir af því móti hér um leið og úrslit liggja fyrir.
BJV