Björgvin íslandsmeistari í stórsvigi.

Rétt í þessu var Björgvin Björgvinsson að sigra í stórsvigi á Skíðamóti Íslands sem fram fer í Hlíðarfjalli. Nánar um það síðar hér á síðunni. Frétt af mbl.is Dagný Linda Íslandsmeistari í stórsvigi Dagný Linda Kristjánsdóttir, frá Akureyri, varð áðan Íslandsmeistari í stórsvigi kvenna á Skíðamóti Íslands í Hlíðarfjalli við Akureyri en Akureyringar unnu öll verðlaunin sem í boði voru. Dagný Linda fékk langbesta tímann í fyrri umferð og jók heldur á forskot sitt í síðari umferðinni en fimmtán bestu skíðakonurnar í fyrri ferðinni hafa nú lokið keppni. Salóme Tómasdóttir, Akureyri, varð önnur og Tinna Dagbjartsdóttir, einnig frá Akureyri, hreppti þriðja sætið.