Björgvin íslandsmeistari í svigi.

Í dag var keppt í svigi á Skíðamóti Íslands sem fram fer í Bláfjöllum og varð Björgvin Björgvinsson íslandsmeistari. Hjörleifur Einarsson var 15. Þorsteinn Helgi Valsson 16. Mad Björgvinsson 17. Þeir Mod Björgvinsson og Jakob Helgi Bjarnason urðu jafnir í 18 sæti. Unnar Már Sveinbjarnarson kláraði ekki í dag. Heildar úrslit eru á SKRR.is. Á morgun heldur keppni áfram en þá verður keppt í stórsvigi og samhliðasvigi.