Björgvin íþróttamaður Dalvíkurbyggðar.

Björgvin Björgvinsson var í dag kjörinn íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 2008 í samkomu sem fór fram í safnaðarheimili Dalvíkurkirkju. Björgvin er heima þessa dagana og tók við bikarnum í 9 sinn. Hann hefur verið heima um hátíðirnar og nýtt tímann til þess að æfa við frábærar aðstæður á skíðasvæðinu hér á Dalvík ásamt öðrum, bæði frá Skíðafélagi Dalvíkur og úr öðrum félögum. Hann fer síðan aftur út 2 janúar nk.