31.12.2010
Björgvin Björgvinsson skíðamaður var í gær kjörinn íþróttamaður Dalvíkurbyggðar 11. árið í röð. Björgvin Björgvinsson er án efa besti skíðamaður Íslands um þessar mundir. Með eljusemi og áræðni hefur hann stundað skíðaíþróttina af kappi frá unga aldri og náð frábærum árangri. Hann hefur verið í landsliðum Skíðasambands Íslands síðan 1995. og í A landsliði í mörg ár. Björgvin er á B styrk hjá Íþrótta og Ólympíusambandinu Íslands.
Björgvin bætti stöðu sína á heimslista alþjóða skíðasambandsins um 20 sæti frá síðasta ári og er nú með 56 FIS stig og 8 punkta en það er annar besti árangur sem Íslendingur hefur náð sem segir allt um getu hans í íþróttinni.
Á heimslista FIS er mörg þúsund einstaklingar og mikið afrek að komast á þann stað sem Björgvin er í dag.
Á árinu sem er að líða tók hann þátt í fjölmörgum Evrópubikar og Heimsbikarmótum en upp úr stendur þátttaka hans á Ólympíuleikunum sem haldnir voru í Vankuver í Kanada í febrúar. Þá náði hann frábæðum árangri á Heimsbikarmóti í Zagreb í Króatíu en þar endaði hann í 24. sæti
Björgvin er þrefaldur Íslandsmeistari skíðamóti Íslands sem haldið var á Dalvík og á Ólafsfirði í mars 2010