Björgvin keppir í heimsbikar á morgun

Frétt af ski.is. Landsliðsmaðurinn Björgvin Björgvinsson Dalvík keppir á morgun fimmtudag í heimsbikarmóti í Zagreb í Croatíu. Keppnin hefst klukkan 13:45 (ÍSL tíma) Björgvin startar númer 52. Áætlað að seinniferð hefjist kl 16:45 (ÍSL tíma) Björgvin er í góðu formi og segir aðstæður mjög góðar. Undanfarin tvo ár hefur Björgvini gengið vel í Zagreb.