Björgvin keppir í Levi um helgina.

Björgvin Björgvinsson keppir á fyrsta heimsbikarmóti vetrarins í svigi um helgina. Mótið fer fram í Levi en það er eitt stærsta skíðasvæði Finna og er í bænum Kittilä í Lapplandi, nyrst í Finnlandi. Björgvin var við æfingar í Austurríki fyrir þremur vikum og síðustu tíu dagana hefur hann verið við æfingar í Geilo í Noregi þar sem aðstæður hafa verið góðar.