Björgvin keppti í svigi á HM

Björgvin Björgvinsson keppti í svigi í dag á heimsmeistaramótinu í Sviss. Björgvin var með rásnúmer 68 en alls voru 123 keppendur skráðir til leiks. Eftir fyrri ferð var Björgvin í 44 sæti en í þeirri seinni keyrði hann sig upp um 9 sæti og endaði í 35 sæti. Ivica Kostelic bar sigur úr bítum í dag og var samanlagður tími Björgvins tæpum 7 sekúndum lakari en tími Kostelic.