Björgvin komst áfram á HM í svigi

Björgvin Björgvinsson komst í aðalkeppnina í svigi karla á heimsmeistaramótinu í alpagreinum sem nú stendur yfir í Svíþjóð. Hann varð í 11. sæti í undankeppninni og skíðaði af miklu öryggi en 25 efstu komust áfram. Gísli Rafn Guðmundsson hafnaði í 31. sæti og Þorsteinn Ingason féll í lok fyrri ferðar þannig að þeir eru báðir úr leik. Björgvin verður þar með einn Íslendinga í aðalkeppni svigsins á laugardag en aðrir Íslendingar hafa lokið keppni á mótinu