02.12.2004
Í samtali við Björgvin nú í kvöld sagðist hann vera mjög ánægður með árangurinn í dag. Björgvin sagði að brautin í Levi hefði verið nokkuð erfið, mikið landslag hefði verið í henni til byrja með og síðan hefði tekið við mikill bratti en þar hefði honum einmitt hlekkst á í gær.
Í dag hefði hinns vegar gengið miklu betur í brattanum og það hefði gert gæfu munin.
Björgvin sagði að í gær hefði hann verið frekar pirraður og það hefði væntalega haft einhver áhrif á hann í brekkunni. Taskan hans með öllu hans dóti að undanskyldum skóm og skíðum kom ekki til Finnlands og hefur líklega aldrei farið í flugvélina í Kaupmannahöfn. Taskan er enn ófundin og verður væntanlega erfitt að hafa upp á henni héðan af.
Það er að frétta af Kristni Inga Valssyni að hann er á leið heim til Íslands á morgun og verður hann hér á landi fram yfir áramót eða á meðan hann er að jafna sig.