Björgvin náði góðum árangri í Thusis

Björgvin Björgvinsson náði mjög góðum árangri á svigmóti í Thusis í Sviss á laugardag og reyndar náði hann einnig góðum árangri á sunnudag. Á laugardaginn hafnaði hann í 16. sæti og hlaut fyrir það 28,37 punkta sem er mjög gott. Á sunnudaginn varð hann svo í 26. sæti á 32 punktum. Það er greinilegt að Björgvin er að finna formið og ná að færa góða frammistöðu á æfingum inn í keppnirnar. BJV