15.04.2006
Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í byrjun vikunnar var ákveðið að Björgvin Björgvinsson og Dagný Linda Kristjánsdóttir fengju bæði svonefndan B-styrk, að upphæð kr. 80.000 á mánuði frá og með 1. janúar sl., vegna frábærs árangurs þeirra á Olympíuleikunum í Tóríno í febrúar sl. Styrkveitingin gildir út þetta ár.Nánar á heimasíðu ISI. Þetta eru mikil tíðindi fyrir skíðamenn og hvetur alla íslenska skíðamenn að feta í fótspor þeirra Björgvins og Dagnýjar, en skíðamenn hafa hingað til ekki auðvelt með að fá styrk úr sjóðnum.