Björgvin og Dagný Íslandsmeistarar í stórsvigi

Björgvin Björgvinsson og Dagný Linda Kristjánsdóttir urðu Íslandsmeistarar í stórsvigi á Skíðamóti Íslands á Ísafirði í dag. Dagný fór brautina samanlagt á 2.08.77. Í öðru sæti var Tinna Dagbjartsdóttir á 2.12.80 og í þriðja sæti varð systir Dagnýjar Lindu, Katrín Kristjánsdóttir á 2.14.75. Nánari úrslit í karlaflokki koma síðar Aðstæður voru nokkuð erfiðar vegna hvassviðris en keppnin gekk engu að síður skv. áætlun.