29.03.2008
Björgvin Björgvinsson og Dagný Linda Kristjánsdóttir urðu Íslandsmeistarar í svigi á Skíðamóti Íslands á Ísafirði í dag. Þessar fréttir eru á snjor.is
Björgvin Björgvinsson Íslandsmeistari í svigi
Dalvíkingurinn Björgvin Björgvinsson fagnaði sigri í svigi á Skíðamóti Íslands á Ísafirði. Samanlagður tími hans eftir tvær umferðir var 1:32.22 mín. Í öðru sæti var Gísli Rafn Guðmundsson, Ármanni, á 1:35.11 mín og í þriðja sæti var Stefán Jón Sigurgeirsson frá Akureyri á tímanum 1:36.55. Alls voru 44 karlar sem hófu keppni og náðu 33 þeirra að ljúka henni.
Dagný Linda Kristjánsdóttir sigraði í svigi kvenna
Keppni í svigi kvenna á Skíðamóti Íslands er lokið og þar fagnaði sigri Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri. Var samanlagður tími hennar eftir tvær umferðir 1:41.62 mín. Önnur varð systir hennar Katrín Kristjánsdóttir, einnig frá Akureyri, á tímanum 1:42.66 mín. Í þriðja sæti var Selma Benediktsdóttir, Ármanni, á tímanum 1:46.36 mín.
Úrslitin í heild sinni eru á snjór.is