Björgvin og Harpa féllu úr leik í dag

Björgvin Björgvinsson og Harpa Rut Heimisdóttir féllu bæði úr leik á svigmóti í Idre í Svíþjóð í dag. Björgvin féll í fyrri ferð en Harpa í seinni eftir að hafa verið 10.eftir fyrri. Í samtali við Hörpu sagðist hún hafa átt ágæta fyrri ferð og gengið mjög vel í þeirri seinni þar til hún féll. Það hefur snjóað mikið á þessum slóðum undanfarið og færið er því mjög mjúkt að hennar sögn. Þau taka aftur þátt í svigi á sama stað á morgun.