Björgvin og Harpa Rut á norska Meistaramótinu í Haffjell.

Í kvöld verður keppt í svigi og á þriðjudag í stórsvigi þar sem Harpa og Björgvin eru þátttakendur. Strax eftir mótið eða 22.mars halda þau síðan til Al þar sem þau taka þátt í æfingu undir stjórn Hauks Bjarnasonar landsliðsþjálfara. 27. mars halda þau síðan heim á leið og taka þátt í Skíðamóti Íslands sem haldið er á þeirra heimavelli.