18.07.2009
Valið hefur verið í landslið Skíðasambands Íslands í alpagreinum fyrir næsta keppnistímabil. Skíðafélag Dalvíkur á þar tvo fulltrúa þá Björgvin Björgvinsson og Hjörleif Einarsson sem er í Unglingalandsliðshóp. Aðrir sem eru í liðum Skí eru Árni Þorvaldsson Ármanni, Gísli Guðmundsson Ármanni, Sigurgeir Halldórsson Skíðafélagi Akureyrar og Stefán Jón Sigurgeirsson frá Húsavík.
Kvennalandsliðið skipa Íris Guðmundsdóttir Skíðafélagi Akureyrar, Katrín Kristjánsdóttir Skíðafélagi Akureyrar og María Guðmundsdóttir Skíðafélagi Akureyrar.
Unglingalandsliðshópur sem eru einstaklingar fæddir 1990,1991, og 1992 (junior II skv FIS)eru Fanney Guðmundsdóttir Ármanni, Tinna Dagbjartsdóttir Skíðafélagi Akureyrar og Gunnar Þór Halldórsson Skíðafélagi Akureyrar.
Unglinglandsliðshópur sem eru einstaklingar fæddir 1993 og 1994 (junior I skv FIS) eru Erla Ásgeirsdóttir Breiðablik, Erla Guðný Helgadóttir KR, Freydís Halla Einarsdóttir Ármanni, Jóhanna Hlín Auðunnsdóttir ÍR, Karen Sigurbjörnsdóttir Skíðafélagi Akureyrar, Lovísa Mjöll Guðmundsdóttir Ármann, Einar Kristinn Kristgeirsson ÍR, Róbert Ingi Tómasson Skíðafélagi Akureyrar, Stefán Ingi Jóhannsson ÍR og Sturla Snær Snorrason Ármanni.
Landsliðsþjálfari í alpagreinum er Pavel Cebulj.