22.03.2004
Í gær lauk norska meistaramótinu í alpagreinum. Okkar menn Björgvin Björgvinsson og Kristinn Ingi Valsson voru meðal þátttakenda eins og fram hefur komið hér á síðunni.
Strákarnir gerðu mjög góða hluti í sviginu í gær þar sem Björgvin hafnaði í 10. sæti og Kristinn í 14. sæti. Björgvin fékk 24,59 punkta fyrir þennan árangur sem er það besta sem hann hefur gert í langan tíma. Kristinn gerði sína lang bestu punkta á þessu móti, en hann var með 30,48 punkta. Hans besta fram að þessu voru 37,44 punktar svo þetta er mikil bæting.
Á laugardaginn lenti Björgvin í 9. sæti í stórsvigi, en hann var 18. eftir fyrri ferð. Í seinni ferðinni sýndi hann svo heldur betur hvað í honum býr þegar hann náði öðrum besta tíma mótsins og varð niðurstaðan því eins og áður sagði 9. sætið.
Því má svo bæta við þetta að þessi mót í Noregi verða síðustu mót Björgvins á erlendri grundu í vetur. Meiðsli hafa verið að plaga hann undanfarið og mun hann fara í aðgerð þegar Skíðamóti Íslands lýkur nú í byrjun apríl.