Björgvin og Kristinn Ingi að gera það gott fyrir jólin

Björgvin Björgvinsson og Kristinn Ingi Valsson hafa verið í mikilli mótahrinu núna í desember og gengið vel. Björgvin hefur verið niðri í Evrópu að keppa á FIS mótum þar bæði á Ítalíu og Sviss síðustu daga. 11. og 12. keppti hann í stórsvigi í Ratschings/Racines. Fyrri daginn lenti hann í 22 sæti og fékk fyrir það 36,98 punkta, en þann síðari bætti hann um betur þegar hann lenti í 22. sæti og uppskar fyrir það 35,26 punkta. Leiðin lá síðan til Sviss þar sem hann keppti í bænum Sils og hafnaði í 18. sæti í svigi. Kristinn Ingi er að ná sér vel á strik en hann hefur verið að keppa í Noregi og Svíþjóð síðustu daga. Hann átti góða mótaseríu í Geilo 12. og 13. þar sem hann náði 13. sæti í stórsvigi og fékk fyrir það 46,28 punkta en fyrir var hann með 55,91 á FIS listanum. Kristinn átti einnig gott mót í sviginu þar sem hann varð nítjándi og fékk fyrir það 45,15 punkta sem er líka bæting samanborið við stöðu á FIS lista. Kristinn hélt svo yfir til Svíþjóðar þar sem hann tók þátt í svigmóti í Are. Þar hafnaði hann í 25. sæti og fékk fyrir það 47,14 punkta. BJV