Björgvin og Kristinn Ingi fá styrk vegna Ólympíuleikanna.

Á fundi í íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs Dalvíkurbyggðar í gær var ákveðið að veita skíðamönnunum Björgvini Björgvinssyni og Kristni Inga Valssyni kr. 300.000,- styrk hvorum úr Afreks- og styrktarsjóði íþrótta-, æskulýðs- og menningarráðs vegna þátttöku þeirra á Vetrar Ólympíuleikum sem fram fara í Tórónó á Ítalíu í febrúar 2006. Skíðafélag Dalvíkur þakkar ráðinu þennan ómetanlega stuðning við þá félaga.