Björgvin og Kristinn Ingi kepptu báðir í dag.

Björgvin Björgvinsson er í Króatíu og tekur þátt í Króatíska meistaramótinu. Í dag var keppt í stórsvigi og lenti Björgvin í fjórða sæti. Á morgun verður keppt í svigi en á sunnudag keppir hann á slóvenska meistaramótinu. Kristinn Ingi Valsson er í Noregi þar sem hann tekur þátt í norska meistaramótinu. Í dag var keppti í stórsvigi en hann lauk ekki keppni.