Björgvin og Kristinn Ingi kepptu í Slóvaníu í dag.

Björgvin Björgvinsson sigraði í svigmóti í Rogla í Slóveníu í dag og var einnig með besta tíman eftir fyrri ferð. Björgvin sigraði á tímanum1;25.30, 0,54 sekúndum á undan Mikkel Björge frá Noregi en þriðji varð Gasper Markic frá Slóveníu. Sigurinn gefur Björgvini um 14 FIS punkta en þetta er sterkasta mót sem hann hefur unnið erlendis. Kristinn Ingi Valsson tók einnig þátt í Rogla og lauk ekki fyrri ferð en þeir keppa aftur á sama stað á morgun.