Björgvin og Kristinn Ingi stóðu sig vel í dag.

Björgvin Björgvinsson keppti í stórsvigi í Laax í Sviss í morgun og endaði í 9. sæti, um 2,5 sec. á eftir fyrsta manni og fékk fyrir það 30.30 FIS stig. Björgvin keppir aftur í stórsvigi á sama stað í fyrramálið. Kristinn Ingi og Kristján Uni kepptu í svigi í Solda á Ítalíu í morgun. Kristinn Ingi endaði í 28. sæti eftir góða fyrri ferð en eftir hana var hann í 8. sæti. Kristján Uni náði ekki að klára í dag. Þeir keppa aftur í svigi á sama stað á morgun.