Björgvin og Skafti á Hintertux.

Þessa dagana eru Björgvin Björgvinsson og Skafti Brynjólfsson við æfingar á Hintertux í Austurríki. Í samtali við þá félaga í dag sögðu þeir að að aðstæður væru ágætar, hart færi og sólskyn. Þeir eru búnir að fara fimm sinnum á skíði og allt gengið mjög vel. Skafti er búin að vera með eymsli í baki og hefur því ekki getað æft af fullum krafti en segist á batavegi. Björgvin hefur átt góða æfingardaga og segist vera á mjög góðri siglingu. Hann segir æfingarnar hafa gengið mjög vel alla dagana en þeir hafa verið að keyra stórsvig síðan þeir komu á Hintertux. Þeir eru sammála um að Jame sé frábær náungi sem þeir nái mjög vel til og hann til þeirra, hann geri allt til að hlutirnir gangi upp fyrir þá. Þó svo að einungis sé ein heil æfing búin og önnur hálfnuð þá er alveg óhætt að hrósa þeim aðilum sem hafa staðið í ströngu síðustu mánuði við undirbúa skíðavertíðina sem framundan er. Ekki er á neinn hallað þó svo að Guðmundur Jakobsson formaður alpagreinarnefndar sé nefndur til sögunnar. Hann hefur farið fyrir sínu fólki og staðið sig með miklum sóma. Fyrir okkur sem eigum menn í liðinu sem Jame er með þá er um mikinn viðsnúning að ræða frá því að vera með menn vistaða inn í öðrum liðum eins og við þekkjum vel.