Björgvin sigraði í svigi á Nýja-Sjálandi

Björgvin Björgvinsson vann í nótt glæsilegan sigur í svigi í Álfukeppninni á Nýja-Sjálandi. Hann var þriðji eftir fyrri ferðina en tryggði sér sigurinn í þeirri síðari. Mótið var það sterkasta til þessa í keppninni og Björgvin fékk 12,94 FIS-punkta sem er hans besti árangur á þessu ári. Björgvin er efstur í heildarkeppni Álfubikarsins, svigi og stórsvigi, og er efstur í stórsviginu, en deilir efsta sæti í svigi með Matthew Robertson frá Ástralíu. Eitt mót er eftir í hvorri grein.