Björgvin sigraði Samhliðasvigið.

Björgvin Björgvinsson sigraði í samhliðasviginu á Skíðamóti Íslands í dag og vann því fjórfallt á mótinu. Með sigrinum í samhliðasviginu nældi hann sér í 34. íslandsmeistaratitil sinn. Þá er orðið ljóst að Björgvin er bikarmeistari SKÍ í fullorðinsflokki. Við óskum Björgvini til hamingju með þennan árangur. Við minnum á að öll úrslit frá Skíðamóti Íslands 2011 eru á SKRR.is