Björgvin sigraði stórsvigið í dag.

Í dag var keppt í stórsvigi á Skíðamóti Íslands í Bláfjöllum. Björgvin Björgvinsson varð Íslandsmeistari og er það hans 32 Íslandsmeistaratitill á ferlinum. Björgvin er þar með íslandsmeistari í alpatvíkeppni og þar með eru Íslandsmeistaratittlarnir orðnir 33. Unnar Már Sveinbjarnarson varð 11. Mod Björgvinsson 17. Hjörleifur Einarsson 19. Þorsteinn Helgi Valsson 26. Jakob Helgi Bjarnason varð 31. en honum hlekktist á í fyrri ferðinni en átti góða seinni ferð. Mad Björgvinsson kláraði ekki í dag. Öll úrslit er að finna á SKRR.is