Björgvin sigraði stórsvigið með yfirburðum

Björgvin Björgvinsson frá Dalvík sigraði stórsvigið á Skíðamóti Íslands með miklum yfirburðum. Hann fékk langbesta tímann í síðari ferðinni og samanlagður tími hans var 2:13:04 mín. Annar varð Kristinn Magnússon,Akureyri, á samanlögðum tíma 2:15:32 mín og þriðji Sindri M. Pálsson, Breiðabliki, á tímanum 2:16:57 mín. Fjórði varð síðan Jóhann F. Haraldsson, Reykjavík, Arnar Gauti Reynisson, Reykjavík, varð fimmti og Kristján Uni Óskarsson, Ólafsfirði, sjötti.