20.10.2005
Björgvin Björgvins hefur enn og aftur bætt sig stórlega og er nú í 77 sæti í svigi, en var nr. 103 á síðasta lista og í 137 sæti í stórsvig en var nr. 347. Árangur móta á sl. tveimur árum hefur sýnt og sannað að Björgvin er skíðamaður í fremstu röð. Árangur hans í Eyjaálfukeppninni í sumar hefur að auki fært honum startnúmer 31-32 í öllum Evrópubikarmótum í stórsvigi í vetur. Gera má ráð fyrir að Björgvin taki þátt í völdum mótum í Heimsbikarnum en hans megin áhersla verður á Evrópubikar í vetur.
Hér má sjá stöðu landsliðs í alpagreinum á nýja heimslistanum miðað við síðasta lista frá 1. júlí sl. í öllum greinum. Listan í heild er að finna á heimasíðu FIS, www.fisski.com.