26.05.2009
Í lokahófi Skíðafélags Dalvíkur nú í vor færði félagið Björgvini Hjörleifssyni gjöf í tilefni þess að hann hefur þjálfað í um það bil 30 ár. Björgvin hefur áralanga reynslu af þjálfun sem skilar sér ávallt vel í brekkunum. Í vetur þjálfaði hann 8 ára og eldri og er árangur krakkana undir hans stjórn er eftirtektarverður og óhætt að segja að hann sé félaginu afar mikilvægur hlekkur. Hann slær aldrei slöku við í sínu starfi og hikar ekki við að hafa aukaæfingar um helgar og á öðrum frídögum ef svo ber undir enda árangurinn eftir því. Bjöggi hefur þjálfað í hart nær 30 ár en hann hóf þjálfun hjá félaginu 1979 og hefur með hléum þjálfað hjá Skíðafélag Dalvíkur í 19 ár með glæsilegum árangri. Til gamans má geta að hann hefur þjálfað marga að bestu skíðamönnum landsins sem hafa komið frá Skíðafélagi Dalvíkur. Nefna má Ólympíufarana Svein Brynjólfsson, Kristinn Inga Valsson og Björgvin Björgvinsson.