Björgvin þrefaldur Íslandsmeistari.

Í dag var keppt bæði í svigi og stórsvigi á Skíðamóti Íslands í Hlíðarfjalli en í gær var stórsviginu frestað vegna erfiðra aðstæðna. Aðstæður í Hlíðarfjalli eru óvenju lélegar en fram hefur komið að ekki hafi aðstæður áður verið jafn slæmar þega Skíðamót Íslands hefur verið haldið þar. Mótshöldurum tókst hins vegar vel til í dag þrátt fyrir slæmar aðstæður. Brautirna voru frystar og voru því harðar og góðar þegar mótið hófst. Mótshaldarar Skíðamóts Íslands frá síðasta ári voru í svipuðum málum en eins og menn muna var hér sumarblíða með hita og glaðarsólskyni alla mótsdagana og má segja að jarðvegurinn í Böggvisstaðafjalli hafi fengið nokkurra ára skammt af áburði en mótsdagana þrjá voru notuð 5 tonn af áburði til að frysta brautirnar. Það voru um 25 manns sem höfðu það verkefni alla dagana að sjá um að brautirnar væru boðlegar keppendum og er nokkuð ljóst að það er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og það sýndu og sönnuðu Akureyringar í dag. Því er óhætt að segja að Dalvíkingar, Ólafsfirðingar og Akureyringar eru sérfræðingar í frystingu keppnisbrauta. En að keppnini í dag. Keppendur okkar þau Björgvin, Kristinn Ingi, Svenni, Skafti, Snorri Páll, Kári og Harpa sem tók skíðin fram og skellti sér í svigið áttu góðan dag. Harpa hafnaði í sjötta sæti á SMI í svigi en hún keppti ekki í stórsvigi. Strákarnir kepptu hinnsvegar í báðum greinum. Björgvin sýndi enn og aftur hversu öflugur hann er og sigraði bæði í svigi og stórsvigi og þar með í alpatvíkeppninni og er því þrefasldur Íslandsmeistari í Alpagreinum. Sveinn kláraði svigið með glæsibrag og hafnaði í fimmta sæti, þrátt fyrir stutta gönguferð í fyrri ferðinni, og sýndi með því að hann hefur engu gleymt. Í stórsviginu átti Sveinn ágæta fyrri ferð og var í 10. sæti en hætti í seinni ferðinni eftir slæma byltu rétt ofan við markið, meiddist eitthvað á hnéi, og því óvíst að hann geti verið með á morgun. Snorri Páll átti góðan dag en hann hafnaði í sjötta sæti í sviginu en 10.sæti í stórsviginu og skilaði sér því vel í báðum greinum. Kristinn Ingi og Skafti fóru út úr í báðum mótunum. Kristinn í fyrri ferð í sviginu rétt fyrir ofan markið eftir ágæta ferð. Í stórsviginu hlekktist honum illa á í fyrri ferð en kláraði, í seinni gaf hann allt í botn en keyrði út úr um miðja braut. Skafti var í 11. sæti eftir fyrri ferð í sviginu þrátt fyrir að fara á hliðina í einu portinu, seinni ferðin gekk mjög vel þar til hann þeyttist út úr brautinni rétt ofan við markið eftir að hafa lent í slæmri holu. Í stórsviginu keyrði hann út úr brautinni neðarlega í fyrri ferð. Kári var á sínu fyrsta Skíðalandsmóti, var 18. eftir fyrri ferð í sviginu en krækti í þeirri seinni. Í stórsviginu endaði hann í 15. sæti eftir að hafa hlekkst illa á í seinni ferðinni.