Björgvin þrefaldur Íslandsmeistari.

Björgvin Björgvinsson stóð sig vel á heimavelli þegar skíðamót Íslands fór fram helgina 26-28 sl. Á mótinu vann hann bæði svig og stórsvig og alpatvíkeppni. Þá varð hann bikarmeistari SKI í karlaflokki í fyrsta sinn en undanfarin ár hefur hann verið við æfingar og keppni erlendis og lítið keppt á mótum á Íslandi. Í vetur var hann hins vegar meira heima og tók hann þátt í nokkrum bikarmótum sem dugði honum til að vinna bikarkeppnina. Á skíðamóti Íslands kepptu einnig þau Hjörleifur Einarsson, Þorsteinn Helgi Valsson, Unnar Már Sveinbjarnarson, Mod Björgvinsson, Mad Björgvinsson, Anna Margrét Bjarnadóttir og Þorbjörg Viðarsdóttir. Öll úrslit úr mótinu má sjá inn á heimasíðu mótsins, skidalvik.is/si2010.