Björgvin þriðji í Lutsen

Þeir Björgvin Björgvinsson Dalvík, Sigurgeir Halldórsson SKA og Gunnar Þór Halldórsson SKA kepptu í stórsvigi í Lutsen í Bandaríkjunum í gær. Það voru 76. sem hófu keppni og 70. sem kláruðu, Björgvin varð í þriðja sæti, Sigurgeir í 17. sæti og Gunnar Þór í 20. sæti. Í dag keppa þeir í öðru stórsvigi.