Björgvin þriðji í Rjukan í dag.

Svigmót í Rjukan Björgvin Björgvinsson frá Dalvík varð þriðji á alþjóðlegu svigmóti í Rjukan í Noregi í dag. Björgvin átti mjög góða seinni ferð og var með annan besta tímann. Það var Japani sem að vann og keppandi frá Rússlandi sem að varð í öðru sæti. Björgvin var mjög ánægður með seinni ferðina en gerði smávægileg mistök í þeirri fyrri og er því sáttur við að ná þriðja sætinu. Alls voru 86 keppendur og náðu um 50 keppendur að klára báðar ferðirnar.