Björgvin vann stórsvig í Astralíu

Síðastliðna nótt hófst keppni í Ástralíu og Nýja Sjálandi með stórsvigi. Björgvin Björgvinsson Dalvík gerði sér lítið fyrir og vann með glæsibrag. Gísli Rafn Guðmundsson endaði 12, Árni Þorvaldsson endaði 14. Stefán Sigurgeirsson kláraði ekki. Mótaröðinn er hluti af Álfubikar sem er í sama styrkleika og Evrópubikar. Að sögn Björgvins þá eru aðstæður í Ástralíu ágætar en þegar keppnin fór fram var færið í linari kantinum.