06.01.2010
Frétt af MBL.is
Björgvin Björgvinsson hafnaði í 24. sæti í heimsbikarkeppni í svigi sem var að ljúka í Zagreb í Króatíu. Hann náði þar með sínum besta árangri en Dalvíkingurinn varð í 25. sæti á sama stað fyrir ári síðan.
Björgvin var í 30. sæti eftir fyrri ferðina og náði því að halda áfram en aðeins 30 efstu af 83 keppendum héldu áfram keppni. Þar af heltust 32 úr lestinni í fyrri ferðinni. Björgvin náði síðan betri tíma en fimm keppendur í seinni ferðinni, auk þess sem einn, Ítalinn Giorgio Rocca, náði ekki að ljúka keppni.
Giuliano Razzoli frá Ítalíu sigraði í sviginu og landi hans, Manfred Moelgg varð annar og Julien Lizeroux frá Frakklandi þriðji. Reinfried Herbst frá Austurríki sem var fyrstur eftir fyrri ferðina mátti sætta sig við fimmta sætið, á eftir Mitja Valencic frá Slóveníu.