Björvin í öðru sæti á Þýska meistaramótinu.

Björgvin Björgvinsson varð annar á Þýska meistaramótinu í stórsvigi í dag. Þetta verður að teljast mjög góður árangur hjá Björgvin þar sem fyrsti Þjóðverjinn náði aðeins í fjórða sæti á mótinu. Sigurvegari varð Matin Vrablik frá Tékklandi og þriðji varð einnig Tékki, Krystof Kryzl. Björgvin var með fimmta besta tímann eftir fyrri umferðina en gerði sér lítið fyrir náði næst besta tímanum í seinni ferð sem skilaði honum þessum frábæra árangri. Um 130 keppendur tóku þátt í mótinu og 87 þeirra luku keppni þannig að sjá má að árangur Björgvins er mjög góður á þessu sterka móti.