Bræðradæturnar frá Akureyri í tveimur efstu sætunum

Dagný Linda Kristjánsdóttir frá Akureyri hefur forystu eftir fyrri ferð í svigi kvenna á Skíðamóti Íslands. Hún fór fyrri ferðina á 44,86 sek. Önnur er frænka hennar, Brynja Þorsteinsdóttir frá Akureyri á tímanum 45,25 sek. og þriðja er síðan Emma Furuvik úr Ármanni á tímanum 44,86 sek. Helga B. Árnadóttir úr Breiðabliki er fjórða á tímanum 45,87 sek og fimmta Harpa Rut Heimisdóttir frá Dalvík á tímanum 46,07 sek.