Brettaæfingar

Brettaæfingar hjá skíðafélagi Dalvíkur.

Í vetur mun skíðafélagið standa fyrir því að halda úti snjóbrettaæfingar í fyrsta skipti.

Þar sem þetta er fyrsta árið og alls óvitað hversu góð þátttakan verður þá höfum við hug á að vera með kynningaræfingu á milli jóla og nýárs (ef covid og aðstæður lofa). Þar geta þjálfarar hitt tilvonandi iðkendur, raðað í hópa og farið yfir búnað.

Við verðum þrjú sem komum að þessu, Aðalheiður Ýr Gestsdóttir, Guðmundur Kjartansson og Viktor Þór Jörgenssen, öll með mikla reynslu af brettaíþróttinni.

Æfingarnar ganga út á að kenna og sýna fram á hvernig hægt er að skapa sér leik úr því sem fjallið/landslagið býður uppá. Það felur í sér að á æfingum læra þau að velja staði til þess að búa til stökkpalla og fleira t.d.

Til þess að taka þátt í æfingunum verða iðkendur að geta komist upp lyftuna af sjálfsdáðum og geta bremsað af öryggi.

Þá byrjendur sem langar að æfa snjóbretti verður boðin byrjendakennsla sm fer fram á sama tíma og æfingar fyrir óvana, eða kl. 17:00 á þriðjudögum og fimmtudögum.

Annars erum við mjög spennt fyrir því að taka þátt í að búa til freestyle stemmningu á Dalvík hvort svo sem það er á skíðum eða brettum. Ýmsar hugmyndir hafa komið upp um hvað við getum gert skemmtilegt í vetur