BREYTINGAR Á DAGSKRÁ DALVÍKURMÓTSINS

Smá breytingar verða á dagskrá Dalvíkurmótsins en þær eiga aðeins við um laugardaginn. Þar sem tónlistarskólinn er með tónleika kl.10 á laugardaginn þá verður klukkutíma seinkun á áætluði starti á Dalvíkurmótinu. Geta þá þeir krakkar sem eru á tónleikunum mætt beint í mótið að tónleikunum loknum ;-) Það er sem sagt skoðun kl.11 og ræs kl.12, þeir krakkar sem ekki eru á tónleikunum mæta í Brekkusel kl.10:30