Breyttar tímasetningar í stórsviginu

Tímasetningum í stórsvigskeppninni nk. föstudag hefur eilítið verið breytt. Gert hafði verið ráð fyrir að konurnar byrjuðu að renna sér niður kl. 9, en sú breyting hefur verið gerð að fyrri ferð í stórsvigi karla hefst kl. 9, en fyrri ferð kvenna í stórsvigi kl. 10.15. Seinni ferð í stórsvigi karla hefst síðan kl. 12 og síðari ferð hjá konunum kl. 13.15.