- skíðasvæði Dalvíkur
- Félagið
- Iðkendur
- English
- Jónsmót
Foreldrar snjóbrettaiðkenda athugið.
Það er ánægjulegt að sjá hversu mikill áhugi er á brettaiðkun í fjallinu okkar og mörg ný börn
hafa bæst í hópinn frá því á örnámskeiðinu okkar síðasta vetur.
Á sama tíma er komið upp smávægilegt vandamál varðandi æfingatöfluna. Leiktími 4-5 ára
barna og óvanir brettiðkendur eru á sama tíma í fjallinu á fimmtudögum, þessir einstaklingar
nýta sömu brekku til æfinga og ákveðinn flöskuháls getur myndast við lyftuenda.
Til að allir fái notið sín sem best og fái sem mest út úr hverri æfingu ætlum við að seinka
brettaæfingum um hálfa klukkustund á fimmtudögum, þ.e. óvanir kl. 17:30 – 18:30 og lengra
komnir frá kl. 18:30 – 19:30.
Vonum að allir taki þessum breytingum vel og börnin njóti sín betur í brekkunni.
Kveðja frá stjórn
Brekkusel | 620 Dalvik Kt: 4903810319 |
Hægt er að hafa samband við svæðisstjóra
|
Skíðasvæði Dalvíkur s: 466-1010 email: skidalvik@skidalvik.is tv