Brunið búið í Maribor

Þá er bruninu lokið í Maribor en því var flýtt um einn dag vegna slæmrar veðurspár fyrir miðvikudag. Einn Íslendingur tók þátt í bruninu en það var Kristján Uni Óskarsson, Skíðafélagi Ólafsfjarðar. Uni kom í mark á tímanum 1:12:11, en þegar þetta er skrifað er ekki vitað í hvaða sæti það skilaði honum. Sigurvegari í bruninu var Austurríkismaðurinn Romed Baumann, en hann kom í mark á tímanum 1:09:61. Alls tóku 90 keppendum þátt í bruninu við sömu aðstæður og í gær, svellharðan bakka en gott veður. Það má við þetta bæta að okkar maður Kristinn Ingi Valsson er væntanlegur til Maribor á morgun miðvikudag.