Brýning og bræðsla fyrir Andrésarleika

Nú styttist mjög í Andrésarleikana og þá er nauðsynlegt að huga að skíðabúnaðnum. Snæþór Arnþórsson hefur undanfarin ár tekið að sér að brýna og bræða neðan í skíði og nú hefur Kristinn Ingi Valsson bæst í hópinn. Kristinn bíður upp á brýningu og bræðslu í tveimur verðflokkum, skíði 140 cm og styttri 2000 kr. en lengri skíði 2500 kr. Þeir sem áhuga hafa á að nýta sér þessa þjónustu hjá Danda eru beðnir að hafa samband við hann, í síðasta lagi mánudaginn 21. apríl í síma 847-9039.