Brynja og Ingvar bikarmeistarar í alpagreinum

Brynja Hrönn Þorsteinsdóttir, Skíðafélagi Akureyrar, er bikarmeistari SKÍ í kvennaflokki í alpagreinum árið 2002. Þetta var tilkynnt í lokahófi Skíðamóts Íslands í Tjarnarborg í dag. Önnur varð Hrefna Dagbjartsdóttir, Skíðafélagi Akureyrar, og þriðja Helga Björg Árnadóttir, Ármanni. Ingvar Steinarsson, Skíðafélagi Akureyrar, er bikarmeistari karla í alpagreinum 2002. Annar varð Arnar Gauti Reynisson, Ármanni, og þriðji Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Ármanni.