10.11.2012
Vegna slæmrar færðar og veðurs hefur verið ákveðið að fresta afmælisfagnaði Skíðafélags Dalvíkur sem átti að vera í dag laugardag 10. nóv til sunnudags 11. nóv.Dagskrá hefst kl. 15:00
40 ára afmælishátíð Skíðafélags Dalvíkur
Sunnudaginn 11. nóvember kl. 15°° - 18°° verður haldið upp á 40 ára afmæli Skíðafélags Dalvíkur sem stofnað var í nóvember 1972. Af því tilefni bjóða velunnarar í samvinnu við foreldrafélagið til dagskrár og kaffisamsætis í sal Dalvíkurskóla. Dagskráin hefst kl. 15°° með ávarpi, kynningu á starfinu, heiðrun félagsmanna, yfirferð um sögu félagsins í máli og myndum og eftir það er orðið laust.
Afmælisnefndin