Búið að ganga frá 400 metrum af skurðinum.

Þrátt fyrir að um helgina hafi verið leiðindar veður var unnið við snjókerfið. Ákveðið var að ganga frá skurðinum upp að mastri tvö þar sem að spáð var snjókomu. Allt útlit er fyrir að í dag og á morgun verði ekki hægt að leggja rör en spáin fyrir miðvikudag og næstu daga þar á eftir er góð og því útlit fyrir að röralögnin fari á fullt á miðvikudag. Þrátt fyrir að veðrið sé ekki gott í dag er unnið í dæluhúsinu. Á föstudaginn voru tveir veggir steypir í húsinu og líklegt að á miðvikudag verði hinir tveir steyptir.